Fréttir & tilkynningar

Gestir á Rútstúni.

17. júní fagnað í Kópavogi

Kópavogsbúar létu rigningu ekki á sig fá og fjölmenntu á glæsileg hátíðarhöld í tilefni 17.júní.
Sundlaugapartý verður í Kópavogslaug 16.júní.

Sundlaugapartý í Kópavogslaug

Félkó og Molinn bjóða unglingum og ungmennum í sundlaugarpartý mánudaginn 16. Júní kl. 20-21 í Kópavogslaug.
Á myndinni eru fyrirliði Breiðabliks, Agla María Albertsdóttir og fyrirliði HK, Ísabella Eva Aradót…

Kópavogsbúum boðið á sögulegan leik í kvennaboltanum

Breiðablik og HK mætast í 8- liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á morgun, fimmtudaginn 12.júní. Leikurinn er sögulegur þar sem Kópavogsliðin, Breiðablik og HK, mætast í fyrsta skipti í meistaraflokki kvenna.
Á myndinni eru frá vinstri: Steinar Guðmundsson, Friðrik Baldursson, Ásdís Kristjánsdóttir, Iðunn E…

Bryndísarbekkir settir upp í Kópavogi

Bekkur við Salalaug sem settur er upp til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur hefur verið tekinn í notkun. Foreldrar Bryndísar, Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, afhjúpuðu bekkinn ásamt Vigdísi, systur Bryndísar Klöru. Bryndís Klara lést af sárum sínum í ágúst síðastliðnum eftir að hafa orðið fyrir árás á Menningarnótt.
Kópavogur.

Öryggi gangandi vegfaranda aukið við Hlíðarhjalla

Milli Hlíðarhjalla 2 og Álfaheiðar eru í gangi framkvæmdir sem hafa það að markmiði að bæta umferðaröryggi gangandi vegfarenda en fjölmörg börn eiga þarna leið um, í og úr skóla.
Salalaug.

Þjónustuskerðing í Salalaug

Nú verður farið í meiriháttar viðhald í klefum og á útlaug á næstu tveimur til þremur vikum. Framkvæmdir hefjast annan í Hvítasunnu, 9. júní, og munu standa til mánudagsins 23. júní, að minnsta kosti.
Skrúðganga er fastur liður hátíðarhalda á 17.júní í Kópavogi.

17.júní í Kópavogi

Haldið verður upp á 17. júní með glæsibrag í Kópavogi og er boðið upp á dagskrá á nokkrum stöðum í bænum. Skemmtidagskrá er bæði á Rútstúni og við Versali frá tvö til fjögur en leiktæki og hoppukastalar opna klukkan tólf. Einnig er dagskrá við Menningarhús bæjarins. 
Skólagarðar hafa verið starfræktir í Kópavogi í fimmtíu ár.

Laus pláss í Skólagörðum Kópavogs

Skólagarðar eru starfræktir á tveimur stöðum í Kópavogi, Víðigrund og við Dalveg.
Símamótið er fjölmennasta íþróttamót landsins og þar eiga íþróttafélögin úr Kópavogi alltaf fulltrú…

Íþróttapúls Kópavogsbæjar hefur göngu sína

Kópavogsbær ætlar í fyrsta sinn að kanna upplifun foreldra og forsjáraðila barna í grunnskólum Kópavogs á gæðum þjálfunar og þjónustu íþróttafélaganna.
Fyrirhuguð uppbygging á Fannborgarreit. Mynd/Nordic Office of Architecture.

Bæjarstjórn staðfestir byggingaráform á Fannborgarreit og Traðarreit

Bæjarstjórn Kópavogs hefur staðfest að byggingaráform á Fannborgarreit og Traðareit séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjar Kópavogs. Uppbygging á reitunum markar fyrstu áfangana í uppbyggingu á svæðinu og er liður í að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf í miðbæ Kópavogs. Undirbúningur hefur staðið yfir frá árinu 2017.