Fréttir & tilkynningar

Börn að leik í grunnskóla

Innritun í 1. bekk

Innritun 6 ára barna (fædd 2018) fer nú alfarið fram í gegnum þjónustugátt á vef bæjarins.
Auður Dagný Kristinsdóttir, skipulagsstjóri, Stefán L. Stefánsson, Ásthildur Helgadóttir sviðsstjór…

Kvaddir eftir áratugastarf

Stefán L. Stefánsson, tæknifræðingur, og Smári Smárason, arkitekt, voru kvaddir við starfslok hjá Kópavogsbæ en þeir hafa unnið hjá bænum um áratugaskeið.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Jón Júlíusson.

Lætur af störfum eftir 36 ára starf hjá bænum

Jón Júlíusson hefur látið af störfum eftir 36 ára starf hjá Kópavogsbæ. Jón hóf störf árið 1988 sem íþróttafulltrúi, síðar deildarstjóri íþróttamála.
Fjölbreytt dagskrá er í vetrarfríi grunnskólanna í menningarhúsum Kópavogs.

Fjölbreytt dagskrá í vetrarfríi

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í menningarhúsunum í Kópavogi í vetrarfríi grunnskólanna, mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. febrúar.
Aldís María Sigurvinsdóttir, Emma Dís Tómasdóttir og Vanessa Rúnarsdóttir

Emma Dís vann söngkeppni Félkó

Árleg söngkeppni Félkó var haldin í Salnum í gær og var það Emma Dís Tómasdóttir úr félagsmiðstöðuinni Dimmu sem  stóð uppi sem sigurvegari.
22% barna eru nú sex tíma eða styttra á dag að meðaltali en innan við 2% fyrir ári síðan.

Styttri dvalartími barna og engar lokanir í leikskólum

Dvalartími barna í leikskólum Kópavogs hefur styst verulega eftir að breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskólanna tóku gildi síðastliðið haust. Í fyrsta sinn um árabil er meirihluti barna í skemmri dvöl en átta tíma á dag. Þá hefur enginn leikskóli þurft að loka deildum það sem af er skólaárinu vegna manneklu og eru flestir leikskólar fullmannaðir.
Mynd frá vinstri: Ólafur Arnarson, Sérverk, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Björg Baldursdóttir,…

Skóflustunga að nýjum íbúðakjarna fyrir fatlað fólk

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs tók í dag skóflustungu að nýjum sjö íbúðakjarna fyrir fatlað fólk sem rísa mun við Kleifakór 2 ásamt formanni velferðarráðs, fulltrúum starfsfólks Kópavogsbæjar og framkvæmdaraðila.
Dalvegur í Kópavogi.

Íbúafundur um skipulagsmál við Dalveg

Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 milli kl. 17 og 18 verður haldinn kynningarfundur í sal Smáraskóla um skipulagsmál við Dalveg.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs ásamt fulltrúum sendinefndarinnar og starfsfólki Kópavog…

Funduðu um sjálfstjórn sveitarfélaga

Sendinefnd Eftirlitsnefndar með framkvæmd Sáttmála Evrópuráðsins um sjálfstjórn sveitarfélaga fundaði með bæjarstjóra Kópavogs þegar nefndin var stödd á Íslandi í janúar.
Í sundi í Kópavogi.

Frítt í sund fyrir íbúa á Suðurnesjum

Kópavogsbær býður íbúum á Suðurnesjum í sund í dag og þar til heitt vatn hefur komist á. Sundlaug Kópavogs og Salalaug taka vel á móti íbúum og hlökkum til að sjá ykkur. Opið til 22.00 í kvöld og frá 06.30 í fyrramálið.