Vegna veðurs og færðar verður stofnunum lokað fyrr í dag, samkvæmt tilmælum frá almannavörnum. Appelsínugul viðvörun sem átti að taka gildi 17 var afturkölluð.
Patrycja Romanowska er af pólskum uppruna en nú stoltur íslenskur ríkisborgari. Hún elskar Kópavog og íslensk bjúgu með uppstúf og segist hvergi hamingjusamari en einmitt við fagra sjávarsíðuna á Kársnesinu. Patrycja er þriðji viðmælandinn okkar í Kópavogssögum.
Leikskóladeild Kópavogs gerði nýverið könnun meðal deildarstjóra leikskóla í bænum til að kanna starfsreynslu þeirra, menntun og hvaða stuðning og þjónustu þeir óska sér frá deildinni.
Lánþegum í Bókasafni Kópavogs stendur nú til boða að nota stafræn bókasafnsskírteini til þess að greiða sektir og ljúka þannig uppgjöri við safnið án þess að mæta á svæðið.
Í ár eru 50 ár liðin frá kvennaverkfalli árið 1975. Af því tilefni boða samtök kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópar til samstöðufunda undir yfirskriftinni kvennaverkfall, föstudaginn 24. október. Á höfuðborgarsvæðinu hefst söguganga klukkan 13.30 og fylgir fundur á Arnarhóli í kjölfarið.