Fréttir & tilkynningar

Tafir hafa orðið á sorphirðu í fannferginu en starfsfólk gerir sitt besta.

Íbúar hreinsi frá tunnum

Íbúar eru beðnir um að hreinsa vel frá sorptunnum til þess að auðvelda sorphirðu. Tunnur sem ekki hefur verið hreinsað frá verða ekki tæmdar.
Fundi bæjarstjórnar sem fara átti fram klukkan 16.00 í dag er aflýst vegna veðurs.

Fundi bæjarstjórnar aflýst

Fundur bæjarstjórnar sem fara átti fram klukkan 16.00 í dag er aflýst vegna veðurs.
Mikill snjór féll miðvikudaginn 27.október. Myndin er úr safni.

Áhrif veðurs og færðar á þjónustu Kópavogs

Vegna veðurs og færðar verður stofnunum lokað fyrr í dag, samkvæmt tilmælum frá almannavörnum. Appelsínugul viðvörun sem átti að taka gildi 17 var afturkölluð.

Fann sálufélaga í Kórnum

Patrycja Romanowska er af pólskum uppruna en nú stoltur íslenskur ríkisborgari. Hún elskar Kópavog og íslensk bjúgu með uppstúf og segist hvergi hamingjusamari en einmitt við fagra sjávarsíðuna á Kársnesinu. Patrycja er þriðji viðmælandinn okkar í Kópavogssögum.
Lokað er fyrir kalt vatn í stórum hluta Kópavogs 27.-28. október.

Frestun á kaldavatnslokun

Fyrirhuguð kaldavatnslokun 3-4.nóvember frestast vegna seinkunar á afhendingu vatnsveitubúnaðar.
Snjómokstur í Kópavogi.

Öll tæki á vettvangi í snjómokstri

21 snjóruðningstæki eru við vinnu núna í Kópavogi en hægt gengur að moka vegna færðar og bíla sem eru fastir.
Fuglateiknismiðja er meðal þess sem boðið er upp á í Vetrarfríi í Kópavogi.

Vetrarfrí í Kópavogi

Vetrarfrí er í grunnskólum Kópavogs 27. og 28. október. Ýmislegt skemmtilegt verður á seyði í menningarhúsum bæjarins.

Deildarstjórar vilja áframhaldandi fræðslu og jafningjamiðlun

Leikskóladeild Kópavogs gerði nýverið könnun meðal deildarstjóra leikskóla í bænum til að kanna starfsreynslu þeirra, menntun og hvaða stuðning og þjónustu þeir óska sér frá deildinni.
Á myndinni eru frá vinstri: Védís Hervör Árnadóttir umbóta- og þróunarstjóri, Lísa Zachrison Valdim…

Stafrænt bókasafnskort tengt greiðslugátt

Lánþegum í Bókasafni Kópavogs stendur nú til boða að nota stafræn bókasafnsskírteini til þess að greiða sektir og ljúka þannig uppgjöri við safnið án þess að mæta á svæðið.
Boðað hefur verið til kvennaverkfalls 24.október.

Kvennaverkfall 24.október

Í ár eru 50 ár liðin frá kvennaverkfalli árið 1975. Af því tilefni boða samtök kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópar til samstöðufunda undir yfirskriftinni kvennaverkfall, föstudaginn 24. október. Á höfuðborgarsvæðinu hefst söguganga klukkan 13.30 og fylgir fundur á Arnarhóli í kjölfarið.