Fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu. Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2027-2029.
Opið hús og kynningarfundur um tillögu að nýju deiliskipulagi Kársnesstígs á sunnanverðu Kársnesi verður haldinn í safnaðarheimili Kópavogskirkju miðvikudaginn 26.nóvember kl. 17.30 til 19.00.
Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatogi í Kópavogi í morgun. Börn úr Barnaskóla Kársness voru viðstödd og sungu nokkur jólalög og dönsuðu í kringum stjörnuna. Þóra Marteinsdóttir stýrði söngnum og Ástvaldur Traustason lék á harmonikku.
Börn og ungmenni ræddu réttindi barna og málefni sem eru þeim hugleikin á málþingi sem efnt var til í Salnum í Kópavogi í morgun, fimmtudaginn 20. nóvember. Einnig komu börn úr leikskólunum Álfatúni og Furugrund fram og sungu fyrir gesti.