Vegagerðin mun steypa nýja brú yfir Breiðholtsbraut um helgina. Breiðholtsbraut, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður lokuð fyrir allri umferð á meðan steypuvinnan fer fram til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsmanna.
Fyrirhuguð lokun á köldu vatni frestast vegna seinkunnar á afhendingu vatnsveitubúnaðar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem frestun kann að hafa valdið.
Kópavogsdalur er ljósum prýddur eftir að lokið var við uppsetningu skammdegisljósa í dalnum. Hugmyndin að þessari fallegu lýsingu kemur frá íbúum sem lögðu hana til í Okkar Kópavogi og veittu brautargengi í kosningunum.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt verklagsreglur um íbúasamráð í skipulagsmálum sem miða að því að efla þátttöku íbúa og auka gagnsæi í skipulagsferlum sveitarfélagsins.
Vegna veðurs og færðar verður stofnunum lokað fyrr í dag, samkvæmt tilmælum frá almannavörnum. Appelsínugul viðvörun sem átti að taka gildi 17 var afturkölluð.