Fréttir & tilkynningar

Védís Hervör Árnadóttir skrifstofustjóri umbótar og þróunar.

Védís leiðir umbætur og þróun

Védís Hervör Árnadóttir hefur verið ráðin stjórnandi nýrrar skrifstofu umbóta og þróunar hjá Kópavogsbæ. Védís hefur starfað sem forstöðumaður miðlunarsviðs í stjórnendateymi Samtaka atvinnulífsins frá árinu 2020.
Settir verða upp opnir gámar fyrir garðaúrgang á fimm stöðum í Kópavogi sem verða aðgengilegir 30. …

Vorhreinsun í Kópavogi

Settir verða upp opnir gámar fyrir garðaúrgang á fimm stöðum í Kópavogi sem verða aðgengilegir 30. apríl til 19. maí.
Smíðavöllurinn er við Smáraskóla.

Sumarnámskeið af fjölbreyttum toga

Boðið er upp á fjölbreytt og skemmtileg frístunda, - leikja - og íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára í sumar. Námskeið á vegum Kópavogsbæjar verða meðal annars, smíðavöllur, sjávaríþróttir Kópaness, sumarsmiðjur í félagsmiðstöðvum og skólagarðar.
Sigrún Hulda Jónsdóttir og Ásdís Kristjánsdóttir skoðuðu Barnaskóla Kársness á dögunum ásamt Grétar…

Nýr skóli hefur göngu sína í ágúst

Barnaskóli Kársness er nýr skóli í Kópavogi sem hefur göngu sína í ágúst. Barnaskóli Kársness verður samrekinn leik- og grunnskóli og hafa 40 leikskólabörn nú þegar fengið boð um pláss í skólanum.
Stóri plokk dagurinn 2025

Stóri plokkdagurinn 2025

Kópavogsbær tekur þátt í hreinsunarátakinu Stóra plokkdeginum sem haldinn er sunnudaginn 27.apríl.
Sundlaug Kópavogs.

Sund um páskana

Salalaug er opin á páskadag en Sundlaug Kópavogs á annan í páskum.
Yngstu börn eru 14 mánaða sem fá pláss í leikskólum Kópavogs í haust.

Fjórtán mánaða börn fá leikskólapláss í Kópavogi

Fyrri úthlutun í leikskóla Kópavogs fyrir haustið er lokið og var öllum börnum sem fædd eru í júní 2024 og eldri boðið leikskólapláss. Yngstu börn verða því fjórtán mánaða þegar aðlögun hefst í leikskólum Kópavogs að loknu sumarfríi. Úthlutun náði til 540 barna sem sótt var um fyrir 10.mars, sem eru um 90% barna sem hefja leikskólagöngu í haust.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogis og Sigrún Þórarinsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs.

Velferðarsvið flutt í Vallakór 4

Velferðarsvið Kópavogs er flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði í Vallakór 4 og var áfanganum fagnað síðastliðinn föstudag
Nýr leikskóla rís við Skólatröð sem verður tekinn í notkun 2027. Mynd/ASK arkitektar.

Nýr leikskóli rís við Skólatröð

Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Skólatröð í Kópavogi eru að hefjast en áætlað er að leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2026.
Frá Vatnsenda í Kópavogi.

Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára

Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring niðurstöðu ársreiknings sem lagður var fram í bæjarráði Kópavogs í morgun.