Fréttir & tilkynningar

Handhafar umhverfisviðurkenninga ásamt bæjarstjóra og skipulags- og umhverfisráði.

Sigvaldahús, fallegir garðar og endurnýjað atvinnuhúsnæði fá viðurkenningu

Umhverfisviðurkenningar skipulags- og umhverfisráðs voru veittar þriðjudaginn 16. september. Að þessu sinni voru sex viðurkenningar veittar í flokkunum umhirða húss og lóðar, endurgerð húsnæðis og endurgerð atvinnuhúsnæðis.
Gátt til að skila inn hugmyndum verður opin til 7.október.

Samráð við íbúa um betri og skilvirkari þjónustu

Íbúasamráð um stafrænar og snjallar lausnir í þjónustu við íbúa er hafið hjá Kópavogsbæ. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og koma með hugmyndir að því hvernig tæknin geti bætt, einfaldað og gert þjónustu bæjarins skilvirkari.  
Friðrik Baldursson er fyrsti viðmælandi í Kópavogssögum.

Kópavogssögur hefja göngu sína

Kópavogssögur hefja göngu sína í dag. Í þeim segir fólk sem eru uppaldir Kópavogsbúar eða hafa sterk tengsl við bæinn frá skemmtilegum sögum úr Kópavogi.
Þátttakendur á Kaffihúsafundi barnaþingmanna og bæjarstjórnar Kópavogs.

Kaffihúsafundur barna og bæjarstjórnar Kópavogs

Fyrsti kaffihúsafundur barna með bæjarstjórn Kópavogs fór fram föstudaginn 12. september. Fundurinn er liður í því að efla lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna og tryggja að sjónarmið þeirra fái raunverulegt vægi í stefnumótun sveitarfélagsins.
Fannborg 2.

Frístundaþjónusta fatlaðra ungmenna flytur í tímabundið húsnæði

Húsnæði Höfuð-Borgarinnar, frístundaþjónustu fyrir fötluð ungmenni á framhaldsskólaaldri, að Fannborg 2, hefur verið lokað vegna myglu. Því fellur starfsemi frístundaþjónustunnar niður föstudaginn 12.september.
Umsóknarfrestur fyrir styrk til fólks með fötlun rennur út 17.október.

Styrkir til náms-, verkfæra-og tækjakaupa

Kópavogsbær vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Vetrardagskráin er kynnt undir heitinu Komdu í Kópavog.

Vetrardagskrá menningarhúsa kynnt

Vetrardagskrá menningarhúsanna í Kópavogi verður kynnt laugardaginn 13.september frá 13-16.
Starfsfólk velferðarsviðs Kópavogsbæjar á gulum degi 2024.

Geðrækt í gulum september

Kópavogsbær tekur þátt í gulum september og hvetur starfsfólk til þess að klæðast gulu þann 10. september.
Frá opnunarhátíð Hamraborg-Festival.

Vel heppnað Hamraborg-Festival

Metaaðsókn var á Hamraborg-Festival en hátíðin var haldin í fimmta skipti dagana 29.ágúst- 5.september.
Fulltrúar Kópavogsbæjar við afhendingu styrkjanna.

Þróunarverkefni í skóla og frístundastarfi hljóta styrk

Þrjú spennandi þróunarverkefni í skóla- og frístundastarfi Kópavogs hafa hlotið styrk frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu í tengslum við aðgerðaráætlun til ársins 2030.