Fréttir & tilkynningar


Fræðsluganga í trjásafninu

Mánudaginn 15. september býður Kópavogsbær og Sögufélag Kópavogs bæjarbúum og öðrum gestum upp á fræðslugöngu um trjásafn Kópavogsbæjar í Meltungu, austast í Fossvogsdal. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og fulltrúi frá Sögufélaginu sjá um leiðsögn.
Íbúar Bjarnhólastígs komu saman í tilefni þess að gatan er Gata ársins í Kópavogi 2025.

Bjarnhólastígur er gata ársins

Bjarnhólastígur er gata ársins 2025 í Kópavogi og er þar með 31. gatan í Kópavogi sem hlýtur nafnbótina.
Þau Trausti Ríkarðsson sem átti 90 ára afmæli í dag og Hrefna Lárusdóttir íbúar á Hrafnistu í Boðaþ…

64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi

Félags- og húsnæðismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, bæjarstjóri Kópavogs og forráðamenn Hrafnistu opnuðu í dag nýtt 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Fyrir eru 44 rými í Boðaþingi og eru hjúkrunarrýmin þannig orðin 108 talsins.
Hamraborg Festival er árleg listahátíð í Kópavogi.

Hamraborg Festival hefst með skrúðgöngu

Hamraborg Festival stendur yfir 29.ágúst til 5. september og hefst með litríkri skrúðgöngu leiddri af lúðrasveit og gjörningalistamönnum.
Frá Kópavogslaug.

Lokað í Kópavogslaug 2.september

Lokað verður í Kópavogslaug þriðjudaginn 2. september vegna tengingar á nýrri heitavatnslögn.
Kópavogsbær.

Jákvæð afkoma og sterkur rekstur

Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2025 var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í morgun, fimmtudaginn 28. ágúst.
Sinfó í sundi fer fram föstudaginn 29.ágúst.

Sinfó í sundlaugum Kópavogs

Klassíkin okkar, tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða í beinni útsendingu föstudagskvöldi 29. ágúst kl. 20.00 í Kópavogslaug og Salalaug. Að þessu sinni eru sönglög í brennidepli og er heiti tónleikanna, Söngur lífsins.
Nemendur í 4.bekk Barnaskóla Kársness ásamt bæjarstjóra og góðum gestum.

Barnaskóli Kársness hefur göngu sína

Barnaskóli Kársness hefur tekið til starfa og var fyrsti skóladagur í dag, þriðjudaginn 26.ágúst. Mikil gleði ríkti í skólanum meðal nemenda og kennara enda langþráð stund runnin upp.
Framkvæmdum er lokið á leikskólalóð Litla Steins, yngstu deild leikskólans Kópasteins.

Litli Steinn eins og nýr

Framkvæmdum er lokið á leikskólalóð Litla Steins, yngstu deild leikskólans Kópasteins. Þar eru nú glæný leiktæki sem gleðja yngstu kynslóðina en þar má nefna rólur, rennibraut og lítinn kastala. Svokallaðri tónlistarstofu hefur verið komið fyrir á lóðinni en þar geta börnin leikið á litrík hljóðfæri undir berum himni.
Í ár mættu 1.378 einstaklingar til vinnu hjá Vinnuskólanum.

57. starfsári Vinnuskólans lokið

57. starfsári Vinnuskóla Kópavogs er nú lokið. Í ár mættu 1.378 einstaklingar til vinnu hjá Vinnuskólanum og unnu þau samtals um 119.000 klukkustundir í sumar. Fjölbreytt störf voru í boði en hægt var að vinna við ýmis störf hjá stofnunum, félögum eða í garðvinnu. Ráðið var í störfin eftir aldri og áhugasviði.