08.09.2025
Fræðsluganga í trjásafninu
Mánudaginn 15. september býður Kópavogsbær og Sögufélag Kópavogs bæjarbúum og öðrum gestum upp á fræðslugöngu um trjásafn Kópavogsbæjar í Meltungu, austast í Fossvogsdal. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og fulltrúi frá Sögufélaginu sjá um leiðsögn.