Fréttir & tilkynningar

Jólaljósin verða tendruð í Kópavogi um helgina.

Aðventuhátíð Kópavogs aldrei fjörugri

Aðventuhátíð Kópavogsbæjar verður haldin laugardaginn 30. nóvember þar sem jólaljósin á vinabæjartrénu á Hálsatorgi verða tendruð.
Samningurinn undirritaður

Styrkir rekstur golfvallar GKG

Kópavogsbær styrkir rekstur á golfvellinum í Leirdal, samkvæmt nýjum samningi Kópavogsbæjar og Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs.
Bæjarstjóri ásamt starfsmönnum Kópavogsbæjar

Umræða og fræðsla um einelti á vinnustað

Starfsmenn Kópavogsbæjar hlýddu í dag á erindi um einelti á vinnustöðum en með því er verið að fylgja eftir eineltisstefnu bæjarins sem samþykkt hefur verið í bæjarráði
Illugi Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson, Guðrún Nordal, Ólafur Ragnar Grímsson, Margrét Þórhildur Da…

Gerðarsafn sýnir Íslensku teiknibókina

Margrét Þórhildur Danadrottning var viðstödd foropnun sýningar í Gerðarsafni í dag um Íslensku teiknibókina.
Þóra Arnórsdóttir og Sigmar Guðmundsson og þættinum

Kópavogsbær keppir í Útsvari

Lið Kópavogsbæjar keppir í Útsvari, spurningakeppni RÚV, nk. föstudag. Í liðinu eru: Guðmundur Hákon Hermannsson, Reynir Bjarni Egilsson og Soffía Sveinsdóttir.
Börnin mótmæla einelti

Gengið gegn einelti

Um fimm þúsund börn og unglingar úr Kópavogi gengu gegn einelti í morgun í öllum skólahverfum bæjarins.

Umsóknir um íþróttastyrki

Íþróttaráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr afrekssjóði ráðsins. Tilgangur sjóðsins er að veita afreksíþróttafólki í Kópavogi styrk til að æfa eða keppa. Umsóknum skal skila fyrir 30. nóvember 2013.
Jón úr Vör

Ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogs efnir í þrettánda sinn til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör.
Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands ásamt Erlu Wigelund Kristjánsson, ekkju…

Vegleg gjöf frá ekkju Kristjáns Kristjánssonar

Erla Wigelund Kristjánsson, ekkja tónlistarmannsins Kristjáns Kristjánssonar (KK sextettinn), hefur afhent Tónlistarsafni Íslands allar útsetningar hljómsveitarinnar.
Fannborg 2

Lánshæfismat er áfram B+ með stöðugum horfum

Lánshæfismat Kópavogsbæjar er B+ með stöðugum horfum, að mati íslenska lánshæfismatsfyrirtækisins Reitunar ehf. og er því óbreytt frá því í júní þegar einkunnin var hækkuð úr B í B+